Aðstandendur
„Við vinkonurnar ætlum að salta fram á kvöld og fara svo á ballið! Við fáum líklegast frítt inn í kvöld því við höfum ekki misst úr balli fimm daga í röð“
Halldóra Guðjónsdóttir
Leikkona & höfundur
Halldóra útskrifaðist úr leikaranámi í Los Angeles árið 2013. Síldarstúlkur er frumraun hennar á íslensku leiksviði.
8576377
Margrét Arnardóttir
Tónlist & hljóðmynd
Margrét Arnar er harmonikuleikari sem sannarlega hefur komið víða að og vakið athygli fyrir nýstárlega og hressandi nálgun á harmonikutónlist. Verkefnin á hennar snærum hafa verið fjölmörg og spanna ansi fjölbreytt svið. Hún hefur unnið með listamönnum á borð við Prins Póló, Bubba Morthens, Sóley og Benna Hemm Hemm, tekið þátt í gjörningum af ýmsum gerðum, gert tónlist fyrir kvikmyndir og var í Reykjavík Kabarett. Sviðslistirnar eiga hug hennar og hjarta og er þetta þriðja leiksýningin sem hún vinnur að, en ein þeirra, Á eigin fótum, hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlaunanna árið 2018.
698 0468
Andrea Elín Vilhjálmsdóttir
Leikstjóri & höfundur
Andrea er dramatúrg, leikstjóri og listrænn stjórnandi. Meðal sýninga sem Andrea hefur dramatúrgað eru Ásta, Níu Líf og Hún pabbi en frumraun hennar í atvinnuleikhúsi sem leikstjóri var í sýningunni Velkomin heim í Þjóðleikhúsinu 2019. Andrea er jafnframt stofnandi og listrænn stjórnandi sviðslistahátíðarinnar Plöntutíð. Auk þess hefur hún sinnt stundakennslu við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands og flutt erindi á ráðstefnum. Andrea hlaut BA gráðu frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2016 og BA gráðu frá þjóðfræðideild Háskóla Íslands 2014.
866 5429
„Núna er komið fram í miðjan ágúst og veiðst hefur lítið sem ekkert. Margar aðkomustúlkurnar hafa ekkert til að lifa af í brökkunum því þær geta ekki saltað upp í kauptrygginguna“